143. löggjafarþing — 103. fundur,  6. maí 2014.

fyrirspurn um lekamálið í innanríkisráðuneytinu.

[13:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil eins og hv. þm. Helgi Hjörvar sem þingflokksformaður taka heils hugar undir þá beiðni sem hér kom fram frá hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur, réttar sagt kröfu um svör frá forseta. Mér þætti mjög óeðlilegt ef ekki yrði brugðist við og gert eitthvað í þessu máli nú þegar. Ef svo er ekki sýnir það því miður að þingið er ekki hæft til að sinna eftirlitshlutverki sínu.