143. löggjafarþing — 104. fundur,  6. maí 2014.

vátryggingastarfsemi.

584. mál
[14:34]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Frosti Sigurjónsson) (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna en ég sé að hann er farinn úr salnum. Ég veit því ekki hvort — jú, hann er kominn aftur.

Varðandi þennan flýti og hvers vegna þetta þarf að gerast í dag er svarið við því væntanlega að þetta hefði þurft að gerast fyrir nokkrum árum. En þar sem þetta er orðið þekkt, að þessi veikleiki er á lögunum, er ekki eftir neinu að bíða og einnig vegna þeirra mála sem eru í gangi núna. Það er skoðun Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðuneytisins og okkur gefin sú ráðgjöf að þetta sé brýnt og nefndin hefur tekið þær ábendingar alvarlega og vill bregðast við þeim.