143. löggjafarþing — 105. fundur,  6. maí 2014.

vátryggingastarfsemi.

584. mál
[15:29]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Frosti Sigurjónsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp um breytingu á lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, með síðari breytingum, uppgjör vátryggingastofns o.fl.

Nefndin hefur fjallað um málið eftir 1. umr. og á fund nefndarinnar komu Sóley Ragnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Björg Sigurgísladóttir, Jónas Þór Brynjarsson og Ragnheiður Morgan Sigurðardóttir frá Fjármálaeftirlitinu og Valgeir Pálsson og Örn Arnarson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Gestir nefndarinnar gerðu ekki athugasemdir við efni frumvarpsins. Á fundi nefndarinnar komu fram röksemdir fyrir því að afgreiðslu þess yrði hraðað. Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir álitið rita hv. þingmenn Frosti Sigurjónsson, formaður og framsögumaður, Pétur H. Blöndal, Willum Þór Þórsson, Árni Páll Árnason, Guðmundur Steingrímsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Vilhjálmur Bjarnason.