143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:33]
Horfa

Forseti (Þorsteinn Sæmundsson):

Forseti vill tilkynna að borist hafa tvö bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 903, um samningshagsmuni Finna og Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu, frá Össuri Skarphéðinssyni og við fyrirspurn á þskj. 964, um tollfríðindi vegna kjötútflutnings, frá Össuri Skarphéðinssyni. Jafnframt hefur borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 974, um áhrif húsnæðisskuldalækkana á viðskiptaafgang, frá Össuri Skarphéðinssyni.