143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[17:05]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Það er gleðilegt ef fjárlögin verða eftir allt saman hallalaus. Það er mjög gleðilegt. Við sjáum hvað setur. Mig langar að spyrja þingmanninn. Ef hann væri hægri maður og þessi gjöld hefðu verið hækkuð svona mikið (Gripið fram í.) — það er kannski erfitt fyrir hv. þingmann að ímynda sér það en ég bið hann um að reyna — og lækkuð 1/6 eða 1/3 af því sem þau voru hækkuð um upprunalega, hvort hann hafi þá tölu, hvort honum fyndist að ríkisstjórnin hefði nokkra innstæðu fyrir því að berja sér á brjóst og segjast vera að lækka og lækka eftir að hafa í raun hækkað allt upp í upphafi. Ég spyr hvort þingmaðurinn viti þessa tölu, hvað er það mikið sem verið er að lækka núna, hvert er hlutfallið af því sem upprunalega var hækkað um?