143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[19:13]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru mjög athyglisverðar tölur. Af 25 milljörðum er auðlegðarskatturinn 10 milljarðar, ég náði … (GuðbH: Samanlagt, en það er 10 …) Veiðileyfagjöldin einmitt, 5–7 milljarðar, nákvæmlega eins og þingmaðurinn segir, þarna eru stóru lækkanirnar.

Eru þetta lækkanirnar sem settar voru í forgang í ályktunum Sjálfstæðisflokksins, í ályktun flokksmeðlima sem mæta á landsfund? Það sýnist mér ekki. Ef til á að vera skattfé til að forgangsraða síðan þá er því heldur ekki forgangsraðað eins og flokkurinn vill. Ef við förum bara yfir þetta: Lækkun skatta og auknar ráðstöfunartekjur, þetta er í stefnuskrá flokksins fyrir kosningar. Lægri tekjuskattur, jú, tekjuskatturinn var lækkaður. Einfalt og gagnstætt skattkerfi, gæti komið til seinna. Lægra bensínverð með lægri eldsneytisgjöldum, þau hafa hækkað. Það er verið að lækka þau örlítið til baka núna en þau hafa hækkað. Tollar og vörugjöld munu lækka vöruverð og auka samkeppni, kemur til seinna. Ég sé hvergi að lækka eigi gjöld á sjávarútveginn. Ég sé aftur á móti að það eigi að forgangsraða í þágu grunnþjónustu og ég sé líka að það er ofar þegar kemur að kaflanum um rétta forgangsröðun en lækkun skulda ríkissjóðs, lægri vaxtakostnaður og jafnvægi í ríkisfjármálum, forsenda stöðugleikans sem það vissulega er. En það er ofar, forgangsröðun í þágu grunnþjónustu er ofar. Forgangsröðunin er klárlega ekki það sem flokksmenn hafa samþykkt.