143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[20:34]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður vitnaði í ræðu sinni áðan í svar frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni þar sem fjallað er um reglugerð sem hækkar gjöld á þá sem þurfa nauðsynlega á hjálpartækjum að halda og tal- og iðjuþjálfun. Þær gjaldskrárhækkanir, til fólks sem þarf nauðsynlega á þessu að halda, hefðu átt að skila ríkissjóði 250 millj. kr. og það er eitthvað upp í þá lækkun sem er frá 1. júní 322 millj. kr. Til dæmis átti sá sem nýtir sér tæki vegna kæfisvefns að borga í fyrra 18 þús. kr. á ári en í ár fer það upp í 31.800 kr. Það er upphæð sem skiptir miklu máli fyrir fólk sem velur þetta ekki heldur þarf nauðsynlega á hjálpartækinu að halda. (Forseti hringir.)

Það er talað um misskiptingu, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar (Forseti hringir.) auki á misskiptingu. Telur hv. þingmaður þetta ekki sönnun þess?