143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[23:17]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Í nefndaráliti meiri hlutans stendur, með leyfi forseta:

„Menn greindi hins vegar á um það hvort rétt leið hefði verið valin við lækkunina og hvort hún væri nægileg þegar litið væri til tiltekinna hagsmuna. Þá var dráttur á málsmeðferð gagnrýndur.“

Talað var um þetta í nefndarálitinu og þetta var rætt í nefndinni. Hins vegar töldu menn sig bundna af því samkomulagi sem gert hafði verið við aðila vinnumarkaðarins um að lækka þessi gjöld eða skatta en ekki gjöld á heilsugæsluna.