143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[23:18]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki alveg sammála því, það kemur ekki skýrt fram í yfirlýsingunni með hvaða hætti eigi að gera þetta. Ég á ekki sæti í nefndinni og ætla ekki að munnhöggvast um það, en mér þætti allt í lagi að menn tækju einn snúning á því á milli 2. og 3. umr. og gæfu okkur á þingskjölum eða í ræðustól almennilega röksemdafærslu fyrir því frumvarpi sem er lagt fram og loforð gefin um í samhengi við kjarasamninga, en síðan koma athugasemdir frá öðrum aðila kjarasamninganna, Alþýðusambandi Íslands, og þær eru ekki einu sinni nefndar í nefndaráliti. Ég endurtek: Er þingmaðurinn algjörlega viss um það og af hverju stafar þá þessi gagnrýni Alþýðusambandsins? Telur þingmaðurinn að Alþýðusambandið hafi ekki skilið út á hvað loforð ríkisstjórnarinnar gekk þegar við vorum að samþykkja fjárlagafrumvarpið?