143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[11:12]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í þessu máli fékk stjórnarmeirihlutinn gullið tækifæri til þess að standa sig og sinna m.a. kröfum vinnumarkaðarins um gjaldskrárlækkanir. Varðandi þá kröfu dró ríkisstjórnin lappirnar, kom með þetta frumvarp allt of seint og við erum að afgreiða það núna á lokadögum þessa þings. Það er ámælisvert og undarlegt.

Síðan er þessum gjaldskrárlækkunum smurt yfir svo marga liði að það eru verulega sterkar líkur á að almenningur verði ekki var við þær og þær muni ekki skila sér út í verðlagið. Þetta er alveg ótrúleg aðferðafræði. Hér er gullnu tækifæri til að gera eitthvað rétt klúðrað og við í Bjartri framtíð sitjum hjá í þessu máli.