143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[11:21]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um olíugjald og kílómetragjald, sem lýsir ágætlega forgangi þessarar ríkisstjórnar hvað varðar lausnir í sambandi við kjarasamninga. Það þýðir að sá sem keyrir bíl 15 þúsund kílómetra á ári fær að vísu ekki miklu minna ef tillagan verður samþykkt, en ef við tökum heildaráhrifin af olíu- og bensíngjaldi þá fær hann 150 kr. á mánuði. Að hlusta á hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra lýsa því yfir að það muni bjarga verðbólgu á Íslandi er náttúrlega bara grín.

Það er verið að tala hér um áhrif upp á 0,08% og bara það að taka út (Fjmrh: Hver er verðbólgan?) komugjöld í háskóla hefði skilað sama árangri. (Fjmrh.: Hver er verðbólgan?) Við erum tala um það vegna allt annarra hluta en þessara, og á verkalýðshreyfingin heiður skilinn fyrir samningana.

Ég treysti mér ekki til að styðja þessa tillögu einfaldlega vegna þess að forgangsröðunin er röng, verið er að dreifa hér peningum sem hafa ótrygg áhrif vegna þess að við vitum ekkert hvernig það skilar sér í verðlagi (Gripið fram í.) þar sem er verið að leika sér með hækkanir og lækkanir um 20 kr. innan dagsins, en hér er þetta um 1 kr. ef það skilar sér. Ég sit því hjá.