143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[11:27]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um lækkun á gjöldum á áfengi og tóbak. Við erum að tala um það sem er búið að lækka í heildina og átti að vera 460 milljónir en verða 322. Skilaboðin með þessu og lækkun á bensíngjaldi eru til öryrkja og láglaunafólks: Kaupið sem allra mest, drekkið og reykið, þannig fáið þið einhverjar kjarabætur út úr þessu. (Gripið fram í: Ha?) Á móti fáið þið hækkun á heilsugæslu. [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í.)

Þetta er ríkisstjórn sem fer með forvarnir og lýðheilsu sem sérstakan kafla (Gripið fram í: Kjara…) og þetta er það sem hún gerir. (Gripið fram í: Hvað viltu …?) Hvað með heilsugæsluna og komugjöldin sem hún ætlar að láta láglaunafólkið borga? Hvað með innritunargjöldin í háskólana sem eiga að skila sama árangri? Forgangsröðin er fráleit. Það er tóbak, áfengi og bensín sem á að bjarga kjarasamningunum en það á að taka gjöldin annars staðar.

Ég get ekki annað en setið hjá.