143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni.

268. mál
[12:15]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki annað en verið sammála hv. þingmanni og varðgæslumanni íslenskrar tungu um að þetta sé akút mál eins og hún kaus að orða það áðan. Skylt þessu en þó óskylt langar mig að spyrja hv. þingmann og fyrrverandi menntamálaráðherra hvort hún geri sér grein fyrir því að nú ryður sér til rúms við íslenska háskóla að kenna grunnnámskeið á ensku.

Hvað segir fyrrverandi menntamálaráðherra við því?