143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.

159. mál
[12:35]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. framsögumanni fyrir að gera alveg prýðilega grein fyrir mjög flóknu og erfiðu máli. Ég er sammála henni um að það er nauðsynlegt að þetta frumvarp verði að lögum. Það er mörg framfaraspor að finna í þeim báðum sem hér voru undir, en ég hnaut um það að undir lok ræðu sinnar sagði hv. þingmaður að frumvarpinu um lífsýnasöfnin yrði vísað aftur til nefndar milli 2. og 3. umr.

Þá finnst mér sanngjarnt að spyrja hv. þingmann út í orsakir þess: Er einhver ágreiningur uppi sem veldur því? Ef svo er finnst mér að þegar málið er komið til umræðu inn í þingið eigum við þingmenn sem höfum áhuga á þessum málum heimtingu á að fá að vita hvað veldur því.