143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

lyfjalög.

222. mál
[13:34]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta mál er tæknilegs eðlis en við fórum samt ágætlega yfir það út af gjaldtökuheimildum og slíku. Ég vildi koma í ræðustól til að segja frá því að við hyggjumst ekki taka málið inn á milli umræðna en munum leggja fram breytingartillögu vegna skilgreiningar á samhliða innfluttum lyfjum sem þarf jafnframt að breyta á öðrum stöðum. Þetta eru algjörlega tæknilegar breytingar í samræmi við frumvarpið sem liggur fyrir og nefndarálitið þannig að þetta eru ekki efnislegar breytingar að neinu leyti.

Ég boða hér með breytingartillögu í málinu en það er ekki þörf á að fara með það til nefndar sérstaklega út af því. Ég þakka framsögumanni fyrir meðferð málsins.