143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017.

256. mál
[11:33]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil taka það fram, af gefnu tilefni, að það er sjálfsagt mál að skoða þann lið sem um er getið í 3. tölulið þar sem talað er um að kanna möguleika á því að námslán íbúa tiltekins svæðis verði afskrifuð um ákveðið hlutfall á hverju ári. Það er sjálfsagt að skoða þetta mál, en ég vil þó benda á að ég tel að það yrðu töluverð frávik frá þeirri stefnumótun sem lánasjóðurinn hvílir nú á. Það mál þyrfti því að skoða rækilega.