143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

myglusveppur og tjón af völdum hans.

96. mál
[11:46]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Kristjáni L. Möller fyrir að fara af stað með þetta mál og þeim þingmönnum sem eru á tillögunni. Þetta er alveg ofboðslega mikilvægt mál sem er loksins að komast inn í umræðuna. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er búin að taka saman hversu slæm heilbrigðisáhrif þetta hefur á heilsu fólks og þau vara áfram þó að myglan grasseri ekki lengur. Gróin eru í loftinu, eiturefni sem myglusveppurinn gefur frá sér eru enn að skila sér út.

Við þekkjum það á skrifstofu Pírata að þar er mygla og hefur haft slæmar heilsufarsafleiðingar hjá okkur. Þetta er skrifstofa sem Eygló Harðardóttir, þingmaður þá, núna ráðherra, var í og Höskuldur. Þau ættu að tékka á því hvort þeim líði ekki betur núna því að í páskahléinu tók ég eftir að exem sem byrjaði að koma hjá mér þegar ég byrjaði að vera þar síðasta sumar er horfið núna eftir að ég hætti (Forseti hringir.) að nota skrifstofuna í páskahléinu.

Þetta er því mál sem er mjög gott að komi inn í umræðuna. Það á að skoða það vel, (Forseti hringir.) þetta þarf að laga.

(Forseti (EKG): Þingmenn eru beðnir um að nefna aðra hv. þingmenn fullu nafni.)