143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara.

88. mál
[11:48]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þessi tillaga sé hér komin til afgreiðslu. Þetta er mikilvægt skref fyrir litla þjóð langt frá okkur sem við getum samt fundið samkennd með, það eru íbúar Vestur-Sahara. Ég vona að með því að lýsa hér yfir stuðningi við sjálfsákvörðunarrétt þessa fólks leggjum við okkar lóð á vogaskálar friðar og lýðræðis í Norðvestur-Afríku. Ég fagna því mjög að málið sé komið hér til afgreiðslu og vona að við samþykkjum þessa tillögu og smáþjóðir standi þannig saman í baráttu fyrir lýðræði, friði og mannréttindum.