143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[15:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Willum Þór Þórsson) (F):

Ég þakka hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur fyrir spurningarnar. Ég svara því hér strax játandi, já, ég tel að meðferð fjármunanna sé ábyrg. Í því frumvarpi sem við höfum nú til umfjöllunar viljum við fyrst og síðast hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft.

Forgangsröð ríkisstjórnarinnar hefur frá upphafi verið sú að koma til móts við heimilin og skuldavanda heimilanna og vera með aðgerðir í þágu heimilanna. Ég tel þetta afar skilvirka leið og reyndar samspil beggja aðferða. Í raun og veru koma spurningar þínar inn á bæði málin, skuldaleiðréttinguna líka. Þetta er mjög skilvirk leið, get ég sagt, og þær spila mjög vel saman báðar þessar leiðir, ekki síst þar sem þetta snertir mjög mörg heimili. Um 100 þús. heimili munu geta nýtt sér þessi úrræði, ef við tökum skuldaleiðréttinguna og séreignarsparnaðinn, báðar leiðir lækka fasteignaskuldirnar, og til að spara fyrir húsnæðiskaupum er þetta mjög skilvirk leið.

Ætli ég verði ekki að svara seinni spurningunum í seinna andsvari.