143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[15:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni enn og aftur fyrir spurningarnar. Já, nú þegar hafa leigjendur með þessum aðgerðum full tök á því að spara og nýta sér úrræðin. Þeir hafa alltaf val sem er mjög gott fyrir alla þegna, að geta sparað, geta valið að hafa sparnaðinn áfram, geta líka valið að setja sparnaðinn í séreign.

Vandinn á leigumarkaði, og við deilum alveg sömu áhyggjum, er framboðsmegin. Það þarf að auka framboðið hér tiltölulega hratt vegna þess að framboð á húsnæðismarkaði er föst stærð til skemmri tíma og til þess að lækka verð á leigu er bara ein leið; hún er að auka framboðið tiltölulega hratt, þá leysum við þau mál.