143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[15:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er einkenni góðrar stefnumótunar að ávallt skal í upphafi endinn skoða. Það er oftast besta stefnumótunin sem byrjar þannig.

Varðandi leigumarkaðinn kom ég inn á það áðan í andsvari. Ég er þeirrar skoðunar að úrræði hér eða skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála sé mjög góð. Hún lýtur að því að auka framboð hratt á markaði. Hitt er að það er mikilvægt fyrir fólk að hafa val þegar það byrjar að spara og safna sér sjóði, val um að leigja eða kaupa. Það er það jafnræði sem við viljum sjá á milli leigu og séreignar.

Varðandi tekjudreifinguna fara 60% af leiðréttingunni til heimila með árstekjur undir 8 milljónum kr.