143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:12]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er mikilvægt að taka á skuldum heimilanna núna. Undanfarin ár hafa verið mörgum heimilum einstaklega erfið, þau hafa verið einstaklega alvarleg á mörgum heimilum og hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir fólk sem hefur þurft að horfast í augu við mjög erfiða fjárhagslega stöðu. Það er því mikilvægt að koma á móts við heimilin í dag og leiðrétta það sem gerðist hér, að fjármálafyrirtæki soguðu til sín eignarhluta heimilanna, og það er ekkert annað en réttlátt við að taka þann eignarhluta til baka að hluta frá fjármálastofnunum yfir til heimilanna að nýju.