143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:43]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni ræðuna. Það er eitt sem ég sé að við erum sammála um og það er að mikilvægt er að aðgerðirnar hvetji ekki til frekari neyslu eða frekari skuldsetningar heimila.

Ég hef alltaf litið á þessa aðgerð ásamt skuldaleiðréttingunni sem hvata til að eignast stærri hlut í húsnæði í stað þess að skulda. Spurning mín til þingmannsins er þess vegna: Er hann tilbúinn til að taka þátt í að skapa samstöðu um að viðmiðið sé minni skuldsetning heimila til framtíðar?