143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þvert á móti gerist það í þessu tiltekna frumvarpi að þá er fólk að spara og það hvetur til sparnaðar og dregur úr neyslu. Það er það sem felst í þessu tiltekna frumvarpi og þess vegna spilar það mjög vel saman með því frumvarpi sem hv. þingmaður er mikið meira að tala um og við ræðum væntanlega á morgun.

Ég vil spyrja hvort honum finnist slík úrræði sem þetta tiltekna frumvarp felur í sér, það hvetur til sparnaðar, ekki skynsamleg hagstjórn.