143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[20:45]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur fyrir ágæta ræðu. Hún segir að kynslóðirnar eftir okkur muni þurfa að borga fyrir þetta. Þá skulum við gefa okkur að forfeður þeirra sem núna eru að greiða ákveði að minnka skuldir sínar og auka eign sína í húsnæði í stað þess að fara í séreignarsparnað. Kemur það ekki þannig fram að það fólk mun hafa það léttara í ellinni, þ.e. foreldrar barna okkar? Börnin hafa þá líka meira að erfa.