143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[20:48]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eflaust er það einkum fólk í eldri kantinum sem á skuldlausar eignir en það er aldeilis ekki eingöngu þannig.

Varðandi það að sveitarfélög og ríki eigi tekjurnar okkar má kannski velta fyrir sér hvernig litið er á það. En það er vafasamt að hægt sé að lækka t.d. álögur á íbúa sveitarfélaga, eins og hv. þingmaður benti á, þegar menn eru búnir að ganga á væntanlega tekjustofna til framtíðar. Það er það sem felst í þessum aðgerðum, það er það sem gerist við þessa aðgerð. Þetta eru áætlaðar tekjur til framtíðar út frá því sem við höfum nú fyrir framan okkar. Það er svoleiðis núna, lögin eru með þeim hætti núna. Þess vegna held ég að bolmagn sveitarfélaga til að gera vel við íbúa sína takmarkist við þetta vegna þess að ég held að neyslustýringin, (Forseti hringir.) skattarnir sem eiga að koma til móts við þetta, muni aldrei skila sér með sama hætti.