143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[21:11]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekki veit ég hvaðan þessi hefðbundna skilgreining er komin en ég mun aldrei sætta mig við hana og ég mun heldur aldrei sætta mig við að skattlagning Alþingis verði eignarnám. Ég ætla að minna á það við hvert tækifæri sem ég hef. Hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir veitti mér hér ágætistækifæri og ég þakka henni það og vona að því sé komið til skila. Ég vona að hún sé ekki að fara út í frekara eignarnám á frjálsum sparnaði fólks.

Ég hef lokið máli mínu.