143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[21:38]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég greiddi vissulega atkvæði mitt með því að farið yrði í aðgerðir til að takast á við skuldir heimilanna. Forsendan fyrir því var náttúrlega að það kæmi einhver niðurstaða í athugun Hagstofunnar. Ég get ekki svarað því nú — eða jú, við skulum segja að niðurstöður í rannsókn Hagstofunnar liggi ekki fyrir. Ég hef ákveðnar efasemdir í þessu máli sem ég hef lýst. Ég verð bara að endurtaka það að efasemdir mínir byggjast á því að ég hef ekki nægar upplýsingar.

Hitt, með það hvort fólk leggist í nýjar lántökur, ég get ekki svarað fyrir það. Reynsla mín er sú að fólk vill fá að skulda og verða mikils metnir skuldarar. Eins og ég hef áður sagt hefur verið lítill hvati til sparnaðar á liðnum árum. Það hefur verið hvati til lántöku og sá hvati er enn þá til staðar.

Ég bara get ekki svarað þessari spurningu, það getur enginn svarað henni. Það er því best að hafa ekki neinar málalengingar um það.

Ég hef lokið máli mínu.