143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:31]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég átta mig ekki alveg á hvort hv. þingmaður er að tala um húsaleigubætur eða hvaða bætur hv. þingmaður … (LínS: Húsnæðisbætur eða … á húsaleigubætur.) — Séreignarsparnaðinn. Vandamálið með húsaleigubæturnar er, og ég þekki það af eigin raun, að þegar þær hækka vill leigan oft hækka í samræmi við það. Ég held að það sé mjög brýnt og ég fagna þeirri vinnu sem á sér stað nú þegar varðandi nýja stefnu í tengslum við húsnæðisstefnu. Það eru ekki allir sem vilja kaupa. Oft er talað um að það sé aðallífeyrissjóður manns að kaupa steypu en það hentar ekkert öllum. Ég held að því fjölbreyttari leiðir sem við höfum fyrir fólk til að hafa mannsæmandi þak yfir höfuðið án þess að þurfa að svelta fyrir vikið — ég held að því fyrr sem við berum gæfu til að koma á slíku kerfi, því betra.