143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:38]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég hef hreinlega ekkert hugleitt þetta þannig að ég þori ekki að svara þessu. Ég þarf að skoða í stærra samhengi það að leigja bara Íslendingum og hafa það skattfrjálst, það þyrfti þá að vera alveg skýrt að það væri bara fólk sem býr á Íslandi.

Það gæti verið ljómandi fínt úrræði því að það er oft erfitt að selja stórt húsnæði, fólk situr uppi aleitt í einhverjum geim þegar allir eru flognir úr hreiðrinu. Ég hef líka pínulitlar áhyggjur af leiguhúsnæði þar sem allt er leigt út með og er síðan leigt út á sumrin til ferðamanna. Ef þú sem leigjandi ætlar að leigja þarftu að búa á einhverju hálfgildingshóteli og það þætti mér ekki spennandi, ég á t.d. mikið af bókum.

Ég held að við þurfum að taka ærlega á þessum málaflokki og taka vel á þessu saman. Mér finnst hugmynd hv. þingmanns (Forseti hringir.) alveg skoðunar virði.