143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[18:26]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held reyndar að ef við hefðum verið búin að samþykkja hér nýtt frumvarp um opinber fjármál þá hefði hæstv. ríkisstjórn ekki getað komið með svona mál fram. Þá hefði verið lagaleg skylda að koma með áætlanir um það hvernig ætti að mæta þessum vanda, en það er ekki gert eins og hv. þingmaður benti á.

Hv. efnahags- og viðskiptanefnd bætir í, vill setja markið upp í 750 þús. kr. á ári, sem þýðir auðvitað að þeir sem eru með hærri laun fá meiri skattafslátt, það er alveg augljóst mál, en eftir standa þeir sem verst standa, sem er barnafólk. Ég hef lagt fram breytingartillögu um að fara inn í barnabæturnar og grípa tækifærið fyrst tekjuskattslögin eru opin. Ég vil biðja hv. þingmann um viðbrögð við því hvernig við getum (Forseti hringir.) reynt að mæta þeim sem njóta ekki þeirra gæða sem eru í boði.