143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Frosti Sigurjónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni fyrir þessa spurningu. Það er rétt, sem hv. þingmaður bendir á, að í fjögur ár er hægt að koma til baka og nýta þennan rétt, en þar er línan dregin, eftir fjögur ár. Ef fólk hefur svigrúm og hefur hugsanlega tækifæri til að nýta sér það, þá getur það það. Við heyrðum af því í nefndinni, fólk lét vita af því að ekki yrði mögulegt fyrir ákveðinn hóp að nýta sér þetta. Það var kannað hvort hægt væri að koma til móts við þann hóp en niðurstaðan varð að gera það ekki í þessu. Það útilokar ekki að eitthvað annað sé mögulegt í stöðunni og að það fólk geti nýtt sér önnur úrræði. En fjögur ár er tíminn sem það hefur.