143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ýmsir hafa bent á að þetta frumvarp beri með sér óvissu varðandi efnahagsleg áhrif og augljósar aukaverkanir eru til dæmis á Íbúðalánasjóð. En í nefndaráliti og í ræðu hv. þingmanns kemur fram að meiri hlutinn hafi ekki áhyggjur af þessu og að ætla megi að frumvarpið hafi ekki verulega neikvæð efnahagsleg áhrif og ef svo yrði væri ekki vandamálið að grípa til ýmissa mótvægisaðgerða til að milda áhrifin frekar ef þörf krefur.

Ég vil spyrja hv. þingmann: Um hvaða mótvægisaðgerðir er verið að ræða? Til hvaða aðgerða verður gripið ef í ljós kemur að frumvarpið mun valda slæmum efnahagslegum áhrifum, sem þá muni bitna á öllum landsmönnum?