143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Frosti Sigurjónsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hans ræðu og nefndarálit 1. minni hluta. Ég tek eftir því að í nefndarálitinu er sagt frá því að Samfylkingin hafi haft hug á því að leggja skatt á fjármálafyrirtæki til að fjármagna nauðsynlega úrlausn forsendubrests eða leiðrétta forsendubrest sem hv. þingmaður nefndi að sé meira á þeim nótum að leiðrétta út frá misgengi eigna og skulda á ákveðnu tímabili, á meðan sú leiðrétting sem hér er verið að ræða er meira vegna skyndilegrar og ófyrirsjáanlegrar hækkunar á skuldum. Hvernig ætluðu menn að afstýra því að þarna yrðu öll þau neikvæðu efnahagslegu áhrif sem hv. þingmaður gerði að umtalsefni áðan?