143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:11]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Hann talar gjarnan um ójafnræði, mismunun og ósanngirni. Þessi aðgerð er almenn, það er hárrétt hjá honum, hún nær til 69 þúsund heimila sem eiga rétt á leiðréttingu. Þegar við nefnum forgangsröðun og sanngirni má t.d. spyrja af hverju ákveðinn hópur í 110%-leiðréttingunni var tekinn fram yfir öryrkja, leigjendur, lánsveðshópinn og ellilífeyrisþega. Þar fékk 1% heimila helming niðurfærslunnar, um 20 milljarða.