143. löggjafarþing — 110. fundur,  14. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[09:37]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp er mun skárra en frumvarpið um niðurfellingu höfuðstóls verðtryggðra lána. (Gripið fram í.) Okkur í Bjartri framtíð hugnast þetta frumvarp betur af þeim tveimur. En það eru ýmsir gallar á því. Það sem er gott við það er að hér er fólki einfaldlega gefið val um að fara á milli tveggja sparnaðarforma. Þessi sparnaðarform eru þó ekki eins, lífeyrissparnaður og húsnæðissparnaður. Húsnæðissparnaður er veðhæfur svo dæmi sé tekið. Það getur m.a. leitt af sér eftir ákveðna atburðarás aukna neyslu og skuldsetningar að nýju. Það eru ýmis hagstjórnarleg atriði sem eru varhugaverð í þessu.

Skattfrelsið sem í frumvarpinu felst er í boði komandi kynslóða. Það er ósjálfbær og slæm hagstjórn. En vegna þess að þetta frumvarp er skárra en hitt og við getum fellt okkur við ákveðna meginhugsun í þessu, að þetta er val fólks á milli (Forseti hringir.) sparnaðarforma, viljum við ekki leggjast alfarið gegn því, (Forseti hringir.) en við ætlum að sitja hjá.