143. löggjafarþing — 110. fundur,  14. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[09:45]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum nú atkvæði um skuldaleiðréttingafrumvarp Sjálfstæðisflokksins. Eins og ég hef komið inn á í ræðum við meðferð málsins á Alþingi er það kosningaloforð sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði upp með prýðilega vel uppfyllt þannig að sjálfstæðismönnum skal hrósað fyrir það. Þeir standa þar við kosningaloforð sitt. Þetta mun þó hafa neikvæð áhrif á ríkissjóð, eins og segir í nefndaráliti meiri hlutans, með leyfi forseta:

„Fyrir nefndinni kom fram að tekjutap ríkissjóðs yrði að fullu fjármagnað með auknum skatttekjum ríkisins.“

Þetta mun koma til baka hvað það varðar.

Píratar munu engan veginn og hafa engan veginn staðið í vegi fyrir þessu máli á nokkurn hátt. Þetta er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og þeirra sem greiða atkvæði með því. Þetta er kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins og þeir eru að uppfylla það. Við munum sitja hjá.