143. löggjafarþing — 110. fundur,  14. maí 2014.

vextir og verðtrygging.

402. mál
[09:56]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um fyrningu uppgjörskrafna. Í nefndinni voru allir hagsmunaðailar sem komu þar að sammála um að það þyrfti að lengja frestinn. Þeir sem verja hagsmuni fjármálakerfisins vildu hafa frestinn tvö ár, aðrir vildu hafa hann lengri. Nefndin lagði til fjögur ár og það var lendingin. Fólk á því ekki á hættu að kröfur þess fyrnist á þessum tíma.