143. löggjafarþing — 110. fundur,  14. maí 2014.

vextir og verðtrygging.

402. mál
[09:57]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Stundum hafa lög nr. 151/2010 verið töluð niður eins og í þeim hafi ekki falist neinar réttarbætur fyrir skuldara. Þau lög hafa stundum gengið undir nafninu Árna Páls-lögin. Hér sameinast þingheimur hins vegar í atkvæðagreiðslu um það að framlengja mikilvæg ákvæði þeirra laga. Ég fagna því vegna þess að það er mikilvægt að þessi réttindi séu hjá skuldurum sem eru í þessari stöðu og mikilvægt að þau gildi áfram enn um sinn, eins og það var mikilvægt að þau voru sett í upphafi.