143. löggjafarþing — 110. fundur,  14. maí 2014.

fríverslunarsamningur EFTA og Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamningur sömu ríkja.

329. mál
[10:08]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ánægjuefni að við séum að greiða atkvæði um fríverslunarsamninga EFTA og annarra ríkja og það er ánægjulegt að sjá að samstaða er um það meðal þingheims. Það er forsenda þess að við getum haldið uppi góðum lífsskilyrðum á landi að við séum með frjálsa verslun milli landa. Það er gott að við erum að stíga þessi skref. Það eru mikil tækifæri á vettvangi EFTA þar sem við erum í samstarfi með Sviss, Noregi og vinum okkar í Liechtenstein og ég vona að þetta sé aðeins upphafið að enn fleiri fríverslunarsamningum. Ég greiði að sjálfsögðu atkvæði með þessu.