143. löggjafarþing — 111. fundur,  14. maí 2014.

samkeppnishindranir í fiskvinnslu.

437. mál
[10:36]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og ágætan vilja til ýmissa þátta er lúta að fyrirspurnarefninu. Það er framför, þ.e. þau ákvæði sem komu inn í tekjuskattslögin um áramótin, en ég vil inna ráðherrann betur eftir því til hvers hann vísar um að nota megi reglurnar frekar en í tekjuskattslögunum, ef ég skildi hann rétt, og hvort hann muni beita sér fyrir því að það verði gert.

Það er rétt hjá hæstv. ráðherra að c- og d-liðir eru nokkuð viðurhlutamiklir að ekki eigi að þurfa að koma til einhverra slíkra ráðstafana. Við erum út af fyrir sig flest sammála um að mikilvægt sé að útgerðir geti átt fiskvinnslur og haldið um ferlið allt frá veiðum og á markaðinn. Þá er mikilvægt að styrkja og bæta þetta regluumhverfi þannig að samkeppnishindrunum sé sem mest rutt úr vegi.

En ég hlakka til að heyra lok svarsins frá ráðherranum.