143. löggjafarþing — 113. fundur,  14. maí 2014.

afbrigði um dagskrármál.

[22:34]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þegar ríkisstjórn leitar til Alþingis um að grípa til þess neyðarúrræðis sem inngrip í kjaradeilur af þessu tagi er er afstaða okkar sú að nauðsynlegt sé að ljúka umfjöllun slíks máls eins og fljótt og kostur er. Vilji löggjafarvaldsins í slíku álitamáli þarf að koma fram skýrt og ákveðið þegar það kemur til þingsins. Þess vegna styðjum við fyrir okkar leyti afbrigði fyrir málinu.

Ég tek undir eindregin varnaðarorð fyrri ræðumanns um allar hugmyndir um bráðabirgðalagasetningu í tengslum við svipaðar aðstæður.