143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[15:06]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Við vitum svo sem að í einhverjum tilfellum buðu bankarnir fólki upp á 20% niðurfellingu á lánum og við vitum að það var sérstök vaxtaniðurgreiðsla sem ríkið var með auk vaxtabóta sem ríkið greiðir almennt á árunum 2010–2014, þá eru þetta um 66 milljarðar.

Ég er ekki endilega að tína til hver hluti ríkisins er, bankanna, hvað eru bílalán, ég er að tala um samtals. Þetta eru allt heimili sem eru á þessum markaði. Samtals eru búið er að setja um 250 milljarða í þessar aðgerðir. Landsbankinn er að mestu leyti í eigu okkar, svo er það Íbúðalánasjóður, svo það sem bankarnir hafa gert. Ég segi bara að mér finnst það ágætlega vel í lagt. En einhverjir hópar hafa setið eftir. Þá finnst mér eðlilegra að við skoðum þá hópa frekar en að fara að smyrja núna heilt á línuna, einhver 100 þúsund heimili þar sem (Forseti hringir.) meðaltalið er 1 milljón í niðurgreiðslu. Það finnur enginn fyrir því, en þetta eru miklir peningar fyrir ríkissjóð.