143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[16:56]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér hefur verið talað um að veita einhverjum í samfélaginu skatttekjur ríkisins og hafa menn á því misjafnar skoðanir. Þá langar mig að spyrja hv. þingmann: Er ekki fólginn tvískinnungur í því að hafa stutt það að ríkistryggja hér innstæður að fullu og til dæmis bæta fólki tap úr peningamarkaðssjóði eftir hrun? Voru þá ekki einhverjum afhentar skatttekjur ríkisins? Er þá ekki fólginn tvískinnungur í því nú þegar afhenda á skatttekjur ríkisins til þeirra sem eru með verðtryggð fasteignalán að segja að það sé af hinu slæma?