143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:54]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég og fleiri fórum yfir á sínum tíma erum við ekki allir sammála um að þetta hafi falið í sér brot á friðhelgi einkalífsins, þvert á móti. Þarna er passað mjög vel upp á allar persónuupplýsingar og unnið með dulkóðuð gögn.

Hins vegar kom líka fram í umræðum um þetta mál að það væri fyrst og fremst mikilvægt fyrir Hagstofuna að geta metið árangurinn af þessum aðgerðum, hvernig þær skiluðu sér, þannig að mikilvægi þessa svokallaða Hagstofufrumvarps mun þá birtast í framhaldinu þegar menn fara að innleiða þetta og fylgjast með því að innleiðingin sé eins og til er ætlast.