143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[10:08]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Herra forseti. Ég ræði hér frumvarp til laga um gjaldskrárlækkanir o.fl. Hv. nefnd hefur fjallað um þetta og eins og kemur fram eru breytingartillögur frá henni við 3. umr. á þskj. 1145 frá hv. þm. Árna Páli Árnasyni þar sem hann leggur til breytingar, en meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt frá 2. umr.