143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda.

413. mál
[11:46]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, með síðari breytingum. Nefndarálitið er að finna á þskj. 1044.

Samkvæmt athugasemdum frumvarpsins er það lagt fram til að taka af allan vafa um heimildir Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda til þess að krefja þann sem innheimta sjóðsins beinist að um greiðslu kostnaðar.

Nefndin hefur fjallað um málið eins og kemur fram á nefndaráliti og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Frosti Sigurjónsson, Pétur H. Blöndal, Willum Þór Þórsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Vilhjálmur Bjarnason.