143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[13:41]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Já, þetta eru leifarnar af kosningaloforði Framsóknarflokksins. Mér finnst að kjósendur eigi bara að spyrja sig hvort þetta sé það sem þeir voru að kjósa um og hvort það fyrirkomulag að aðkoma almennings að svona stórum málum eins og þessum eigi bara að vera á fjögurra ára fresti, að geta keypt pakka, loforðapakka, bæði með kökum og einhverju minna kræsilegu.

Þetta eru leifarnar af þessu loforði, kannski að kjósendur hugsi til þess og annarra loforða sem er verið að bjóða upp á í komandi kosningum