143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[13:47]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er vægast sagt undrandi á því hvað stjórnarandstaðan hefur barist hatrammlega gegn þeim aðgerðum sem koma til móts við skuldug heimili. Við erum að tala hér um 80 milljarða sem koma frá bankakerfinu og munu létta undir með allt að 70 þús. heimilum. Hér hefur áður komið frá bankakerfinu eftirgjöf, t.d. í gegnum 110%-leiðina, sem voru 46 milljarðar handa 13 þús. heimilum.

Með þessum aðgerðum er verið að rétta hlut þeirra sem hafa staðið í skilum, greitt af stökkbreyttum lánum sínum og beðið eftir því að fá einhverja úrlausn mála sinna.

Ég er mjög hlynntur þessu máli og fagna því að það sé komið til atkvæðagreiðslu.