143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[13:52]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þessar aðgerðir eru ekki fjármagnaðar úr hrægammasjóðum heldur úr ríkissjóði. Það er ekki enn ljóst hvort bankaskatturinn stenst. Peningar eru færðir úr ríkissjóði til fólks sem getur staðið undir skuldbindingum sínum. Efnahagslegar afleiðingar aðgerðanna eru ekki kunnar. Aðgerðirnar standast ekki kröfur nýs frumvarps sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fyrir Alþingi um fjárreiðulög. Kostnaður Íbúðalánasjóðs getur numið allt að 24 milljörðum. Verðbólguáhrif aðgerðanna á verðtryggð lán geta orðið 22 milljarðar. Verðbólguáhrif aðgerðanna geta hækkað útgjöld heimilanna um 15 milljarða og verðbólguáhrif aðgerðanna geta hækkað verðtryggð lán fyrirtækja um 7 milljarða. Ég held að þetta sé ekki skynsöm ráðstöfum.